Fannst best í borginni

Jarðskjálfinn sem varð um 17:20 mældist 4 á Richter og var hann stærsti jarðskjálfti dagsins en virkni hófst á Krýsuvíkursvæðinu um hálf fimm. Íbúar höfuðborgarsvæðisins urðu vel varir skjálftann en lítið varð vart við hann á Suðurnesjum.

Að sögn Veðurstofu Íslands byrjuðu viðvaranir um skjálftavirkni á Krýsuvíkursvæðinu að berast um klukkan 16:20 í dag. Stærsti skjálftinn var síðan um klukkutíma síðar og mældist hann 4 á Richter. Upptök hans voru 4,1 kílómeter Norðaustur af Krýsuvík, í nágrenni við Kleifarvatn.

Síðan þá hefur dregið úr virkni. Veðurstofan býst þó við fleiri skjálftum.

Mbl. hafði samband við íbúa í Grindavík en enginn þeirra hafði orðið var við skjálftann. Kemur þetta heim og saman við upplýsingar sem hafa borist Veðurstofu Íslands sem hefur fengið tilkynningar víða frá höfuðborgarsvæðinu en engar frá Suðurnesjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert