Fannst best í borginni

Jarðskjálf­inn sem varð um 17:20 mæld­ist 4 á Richter og var hann stærsti jarðskjálfti dags­ins en virkni hófst á Krýsu­vík­ur­svæðinu um hálf fimm. Íbúar höfuðborg­ar­svæðis­ins urðu vel var­ir skjálft­ann en lítið varð vart við hann á Suður­nesj­um.

Að sögn Veður­stofu Íslands byrjuðu viðvar­an­ir um skjálfta­virkni á Krýsu­vík­ur­svæðinu að ber­ast um klukk­an 16:20 í dag. Stærsti skjálft­inn var síðan um klukku­tíma síðar og mæld­ist hann 4 á Richter. Upp­tök hans voru 4,1 kíló­meter Norðaust­ur af Krýsu­vík, í ná­grenni við Kleif­ar­vatn.

Síðan þá hef­ur dregið úr virkni. Veður­stof­an býst þó við fleiri skjálft­um.

Mbl. hafði sam­band við íbúa í Grinda­vík en eng­inn þeirra hafði orðið var við skjálft­ann. Kem­ur þetta heim og sam­an við upp­lýs­ing­ar sem hafa borist Veður­stofu Íslands sem hef­ur fengið til­kynn­ing­ar víða frá höfuðborg­ar­svæðinu en eng­ar frá Suður­nesj­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert