Frjáls miðlun með lægsta tilboðið

Gunnar Birgisson, fráfarandi bæjarstjóri Kópavogs.
Gunnar Birgisson, fráfarandi bæjarstjóri Kópavogs. mbl.is/Golli

Bæjarráð Kópavogs samþykkti í síðustu viku, að taka tilboði Frjálsrar miðlunar í gerð viðurkenningarskjala og fróðleiksskilta umhverfisráðs Kópavogs vegna umhverfisviðurkenninga 2009. Fimm auglýsingastofur gerðu tilboð í verkið en Frjáls miðlun bauð lægst og var tilboði fyrirtækisins tekið.

Fram kemur í fundargerð bæjarráðs, að tvö tilboðanna voru dæmd ógild þar sem hugmyndir að útliti og gerð viðurkenningaskjala fylgdu ekki verðtilboðum. Gild tilboð í viðurkenningaskjöl komu frá Fíton, 391.460 krónur og 269.450 krónur, Frjálsri miðlun, 211.650 krónur og Næst, 319.965 krónur. Öll tilboðin voru með virðisaukaskatti.

Umhverfisráð lagði til að tilboði Frjálsrar miðlunar yrði tekið og staðfesti bæjarráð það með 2 atkvæðum gegn 1. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri, vék af fundi meðan fjallað var um málið en Frjáls miðlun er í eigu dóttir hans og viðskipti fyrirtækisins við Kópavogsbæ hafa verið mikið til umræðu að undanförnu og leiddu til þess að Gunnar hætti sem bæjarstjóri.

Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG,  lagði fram bókun um að honum þætti ekki rétt að samþykkja tillögu umhverfisráðs 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert