SA setur fyrirvara vegna fyrningarleiðarinnar

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Árni Sæberg

„Fyr­ir­vari okk­ar snýst um það að að menn nálg­ist málið án þess að það séu gefn­ar fyr­ir­fram niður­stöður og menn reyni að ná um það sátt,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.

Í stöðug­leika­sátt­mála rík­is­stjórn­ar, sveit­ar­fé­laga og aðila vinnu­markaðar­ins, sem und­ir­ritaður var fyrr í dag, viðhalda SA þeim fyr­ir­vara gagn­vart fram­leng­ingu kjara­samn­inga að vinna á veg­um  rík­is­stjórn­ar­inn­ar um end­ur­skoðun fisk­veiðistjórn­un­ar eða inn­köll­un afla­heim­ilda á næstu 20 árum, verði í þeim sáttafar­vegi sem lagt var upp með við skip­an nefnd­ar til þess að vinna að því máli.

„Þegar stjórn­arsátt­mál­inn var birt­ur með þeirri yf­ir­lýs­ingu að það ætti að innkalla afla­heim­ild­ir í sjáv­ar­út­vegi og leggja fram áætl­un um það efni næsta haust, varð full­komið upp­nám í at­vinnu­líf­inu,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Eg­ils­son.

Hann seg­ir að í þeirri stöðu hefði ekki þýtt að tala um neitt sem snýr að stöðug­leika­sátt­mála, kjara­samn­ing­um eða öðru slíku.

„Það sem við gerðum var að beina þess­ari umræðu allri og þess­um áform­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar um end­ur­skoðun fisk­veiðistefn­unn­ar, í sáttafar­veg þar sem menn gætu þá reynt að nálg­ast málið án þess að hafa ein­hverj­ar fyr­ir­fram gefn­ar niður­stöður og sjá hvert það myndi leiða,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Það er sá sáttafar­veg­ur sem SA vís­ar til í stöðug­leika­sátt­mál­an­um. Fram­kvæmda­stjóri SA seg­ir að ef málið verði rifið út úr þeirri nefnd sem skipuð var séu stjórn­völd að hjóla í at­vinnu­lífið.

„Þá er það að okk­ar mati at­laga að at­vinnu­líf­inu og við höf­um fulla fyr­ir­vara á öll­um mál­um ef á að nálg­ast hlut­ina með þeim hætti. En við vilj­um fara í þessa end­ur­skoðun með opið blað. Það liggja eng­ar til­lög­ur eða fyr­ir­fram gefn­ar niður­stöður fyr­ir í upp­hafi starfs­ins. Við vit­um al­veg hvaða stefnu stjórn­ar­flokk­arn­ir hafa og við vit­um hvað stend­ur í stjórn­arsátt­mál­an­um, það verður ekki strikað yfir það sem stend­ur þar en það þarf að vinna sig í gegn­um þetta mál. Við vilj­um láta á það reyna hvort málið get­ur ekki fengið eðli­leg­an fram­gang í þess­um sáttafar­vegi,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri SA.

Sátt­mál­inn í heild

Sam­komu­lag ASÍ og SA 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert