Hafnarstrætinu lokað

Í sumar verður Hafnarstræti lokað frá Aðalstræti að Vallarstræti, ekki …
Í sumar verður Hafnarstræti lokað frá Aðalstræti að Vallarstræti, ekki verður hægt að keyra þessa götu. mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson

Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur hefur samþykkt breytingar á umferð í miðborginni til að auka öryggi óvarinna vegfarenda. Merkustu breytingarnar eru þær að kaflar á þremur elstu götum borgarinnar, þ.e. Aðalstræti, Vesturgötu og Hafnarstræti, verða vistgötur. Í framhaldinu eru hugmyndir um að loka hluta Hafnarstrætis, a.m.k. á góðviðrisdögum og jafnvel alveg í framtíðinni. Þau áform eru tengd breytingum, sem ætlunin er að gera á Ingólfstorgi.

Aðalstræti verður vistgata milli Fischersunds og Vesturgötu, Hafnarstræti verður vistgata milli Aðalstrætis og Veltusunds og Vesturgata milli Aðalstrætis og Grófarinnar. Þar verður einnig sett upp rútustæði. Þá verður sett einstefna á Vesturgötu frá Aðalstræti að Grófinni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þarf að staðfesta þessar breytingar og er vonast eftir staðfestingu hennar fljótlega.

Hugmyndin að létta torgið

Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skipulagsráðs, segir að breytingarnar á Ingólfstorgi tengist nýju hóteli sem til stendur að reisa sunnan torgsins. Tvö timburhús sem standa við Vallarstræti verða flutt inn á torgið.

Við það verður torgið þrengra og segir Júlíus Vífill að hugmyndin með því að loka hluta Hafnarstrætis, þ.e. fyrir framan Fálkahúsið, sé að létta á torginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert