Hafnarstrætinu lokað

Í sumar verður Hafnarstræti lokað frá Aðalstræti að Vallarstræti, ekki …
Í sumar verður Hafnarstræti lokað frá Aðalstræti að Vallarstræti, ekki verður hægt að keyra þessa götu. mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson

Um­hverf­is- og sam­göngu­svið Reykja­vík­ur hef­ur samþykkt breyt­ing­ar á um­ferð í miðborg­inni til að auka ör­yggi óvar­inna veg­far­enda. Merk­ustu breyt­ing­arn­ar eru þær að kafl­ar á þrem­ur elstu göt­um borg­ar­inn­ar, þ.e. Aðalstræti, Vest­ur­götu og Hafn­ar­stræti, verða vist­göt­ur. Í fram­hald­inu eru hug­mynd­ir um að loka hluta Hafn­ar­stræt­is, a.m.k. á góðviðris­dög­um og jafn­vel al­veg í framtíðinni. Þau áform eru tengd breyt­ing­um, sem ætl­un­in er að gera á Ing­ólf­s­torgi.

Aðalstræti verður vist­gata milli Fischer­sunds og Vest­ur­götu, Hafn­ar­stræti verður vist­gata milli Aðalstræt­is og Veltu­sunds og Vest­ur­gata milli Aðalstræt­is og Gróf­ar­inn­ar. Þar verður einnig sett upp rútu­stæði. Þá verður sett ein­stefna á Vest­ur­götu frá Aðalstræti að Gróf­inni. Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu þarf að staðfesta þess­ar breyt­ing­ar og er von­ast eft­ir staðfest­ingu henn­ar fljót­lega.

Hug­mynd­in að létta torgið

Við það verður torgið þrengra og seg­ir Júlí­us Víf­ill að hug­mynd­in með því að loka hluta Hafn­ar­stræt­is, þ.e. fyr­ir fram­an Fálka­húsið, sé að létta á torg­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert