Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur hefur samþykkt breytingar á umferð í miðborginni til að auka öryggi óvarinna vegfarenda. Merkustu breytingarnar eru þær að kaflar á þremur elstu götum borgarinnar, þ.e. Aðalstræti, Vesturgötu og Hafnarstræti, verða vistgötur. Í framhaldinu eru hugmyndir um að loka hluta Hafnarstrætis, a.m.k. á góðviðrisdögum og jafnvel alveg í framtíðinni. Þau áform eru tengd breytingum, sem ætlunin er að gera á Ingólfstorgi.
Aðalstræti verður vistgata milli Fischersunds og Vesturgötu, Hafnarstræti verður vistgata milli Aðalstrætis og Veltusunds og Vesturgata milli Aðalstrætis og Grófarinnar. Þar verður einnig sett upp rútustæði. Þá verður sett einstefna á Vesturgötu frá Aðalstræti að Grófinni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þarf að staðfesta þessar breytingar og er vonast eftir staðfestingu hennar fljótlega.
Hugmyndin að létta torgið
Við það verður torgið þrengra og segir Júlíus Vífill að hugmyndin með því að loka hluta Hafnarstrætis, þ.e. fyrir framan Fálkahúsið, sé að létta á torginu.