Kannað var hver gæti úrskurðað um Icesave

Geir H. Haarde í ræðustóli Alþingis.
Geir H. Haarde í ræðustóli Alþingis. mbl.is/Golli

Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað ríkislögmann í nóvember sl. um að láta vinna álitsgerð um hugsanlega úrskurðaraðila í deilu Íslendinga annars vegar og Breta/Hollendinga hins vegar vegna Icesave-málsins. Voru það háskólakennararnir Björg Thorarensen, Stefán Már Stefánsson og Viðar Már Matthíasson sem unnu álitsgerðina.

Þar segir m.a. að í bókun 34 með EES-samningnum sé fjallað um að dómstólar EFTA-ríkjanna geti farið fram á það við dómstól Evrópusambandsins að hann skeri úr um túlkun á EES-reglum sem samsvara reglum sambandsins. Ákvæðið eigi aðeins við þegar vafi leiki á um túlkun í máli fyrir dómstóli í EFTA-ríki.

Á ekki við um ágreining við Breta og Hollendinga

„Ákvæði þetta á alls ekki við um þann ágreining sem nú er uppi milli Íslands annars vegar og Bretlands/Hollands hins vegar, enda er ekkert mál rekið milli þessara aðila fyrir íslenskum dómstólum. Þar fyrir utan verður að draga í efa að heimilt sé samkvæmt íslenskri stjórnarskrá að nota umrætt ákvæði.“

Dómstóll ESB er sagður geta starfað sem gerðardómur í nokkrum tilvikum, það sé nefnt í Rómarsamningnum. Dómstóllinn geti tekið fyrir deilur milli aðildarríkja ESB um mál sem Rómarsamningurinn tekur til en geti „að öllum líkindum ekki verið notaður sem gerðardómur milli aðildarríkis annars vegar og þriðja ríkis hins vegar“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka