Komu ekkert við í bænum

Clipper Adventurer í Seyðisfjarðarhöfn.
Clipper Adventurer í Seyðisfjarðarhöfn. Mbl.is/ Einar Bragi

Skemmti­ferðaskip kom til Grund­ar­fjarðar í gær­morg­un en gest­ir þess höfðu enga viðkomu í bæn­um. Aðstand­end­ur hand­verks­markaðar eru von­svikn­ir.

Skessu­horn grein­ir frá því að gest­ir skemmti­ferðaskips­ins Clipp­er Advent­ure sem kom til Grund­ar­fjarðar í gær­morg­un hafi ekki haft viðkomu í bæn­um. Rút­ur hafi komið að skip­inu um morg­un­inn og keyrt gest­ina burt frá bæn­um og skilað þeim síðan aft­ur að borðstokki um kvöldið. Að því loknu hafi skipið haldið á brott.

Ferðaþjón­ustuaðilar í Grund­arf­irði eru sagðir afar óánægðir en vegna skemmti­ferðaskipa sum­ars­ins hafði meðal ann­ars verið sett­ur á fót hand­verks­markaður.

 Vef­ur Skessu­horns.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert