Skemmtiferðaskip kom til Grundarfjarðar í gærmorgun en gestir þess höfðu enga viðkomu í bænum. Aðstandendur handverksmarkaðar eru vonsviknir.
Skessuhorn greinir frá því að gestir skemmtiferðaskipsins Clipper Adventure sem kom til Grundarfjarðar í gærmorgun hafi ekki haft viðkomu í bænum. Rútur hafi komið að skipinu um morguninn og keyrt gestina burt frá bænum og skilað þeim síðan aftur að borðstokki um kvöldið. Að því loknu hafi skipið haldið á brott.
Ferðaþjónustuaðilar í Grundarfirði eru sagðir afar óánægðir en vegna skemmtiferðaskipa sumarsins hafði meðal annars verið settur á fót handverksmarkaður.
Vefur Skessuhorns.