Munum aldrei fallast á viðskiptabann

mbl.is/ÞÖK

Ísland mun aldrei fallast á viðskiptabann með hvalaafurðir. Málið hefur ekki verið borið upp formlega á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins.

Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðin, segir að það muni aldrei koma til greina að útflutningslandið Ísland fallist á viðskiptabann með hvalaafurðir.

Árni Finnsson, áheyrnarfulltrúi á fundinum og formaður Náttúruverndarfélags Íslands, segir að rætt hafi verið óformlega um þá hugmynd að banna viðskipti með hvalaafurðir milli landa sem lið í samkomulagi um takmarkaðar hvalveiðar.

Tómas Heiðar.
Tómas Heiðar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert