Novator er enn með eignarhlut sinn í Actavis í söluferli, en Novator er langstærsti eigandi félagsins. Ekki hefur viðunandi kaupverð fengist fyrir hlutinn samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins.
Stórir fjárfestar á þessum markaði, eins og alþjóðleg lyfjafyrirtæki, hafa haldið að sér höndum og því hefur samrunum og yfirtökum farið fækkandi. Yfirtaka Novators á Actavis árið 2007 var fjármögnuð nánast alfarið með lánum frá Deutsche Bank.