Ný sókn í atvinnumálum

Gylfi Arnbjörnsson.
Gylfi Arnbjörnsson. mbl.is/Eggert

„Þetta er sáttmáli um nýja sókn í atvinnumálum. Með stöðugleikasáttmálanum hefur náðst breið samstaða allra aðila á vinnumarkaði, sveitarfélaga og ríkis um átak til að endurreisa efnahagslífið með fjölþættum aðgerðum. Þetta er yfirlýsing um víðtæka samvinnu við að koma þjóðinni út úr núverandi kreppuástandi,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.

Gylfi segist á vef ASÍ vera mjög sáttur við niðurstöðuna miðað við þær aðstæður sem ríkja í þjóðfélaginu.

„Þessar aðgerðir sem við ætlum að sameinast um, eiga að skapa skilyrði fyrir nýrri sókn í atvinnumálaum og þar með bættum lífsskilyrðum til framtíðar, okkur öllum til heilla. Jafnframt erum við hjá ASÍ sérstaklega ánægð með að hafa náð að framlengja okkar kjarasamning sem felur í sér hækkanir fyrir þá tekjulægstu,“ segir Gylfi.

„Það er okkar von að með þessum sáttmála og þeim aðgerðum sem þar eru kynntar verði hægt að koma hreyfingu á hjól atvinnulífsins með lækkun vaxta og samkomulagi um að greiða götu stórframkvæmda og leggja grunn að samkomulagi við lífeyrissjóðina um fjármögnun aukinna framkvæmda,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.

Samkomulag ASÍ og SA

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka