Ný sókn í atvinnumálum

Gylfi Arnbjörnsson.
Gylfi Arnbjörnsson. mbl.is/Eggert

„Þetta er sátt­máli um nýja sókn í at­vinnu­mál­um. Með stöðug­leika­sátt­mál­an­um hef­ur náðst breið samstaða allra aðila á vinnu­markaði, sveit­ar­fé­laga og rík­is um átak til að end­ur­reisa efna­hags­lífið með fjölþætt­um aðgerðum. Þetta er yf­ir­lýs­ing um víðtæka sam­vinnu við að koma þjóðinni út úr nú­ver­andi kreppu­ástandi,“ seg­ir Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ.

Gylfi seg­ist á vef ASÍ vera mjög sátt­ur við niður­stöðuna miðað við þær aðstæður sem ríkja í þjóðfé­lag­inu.

„Þess­ar aðgerðir sem við ætl­um að sam­ein­ast um, eiga að skapa skil­yrði fyr­ir nýrri sókn í at­vinnu­má­laum og þar með bætt­um lífs­skil­yrðum til framtíðar, okk­ur öll­um til heilla. Jafn­framt erum við hjá ASÍ sér­stak­lega ánægð með að hafa náð að fram­lengja okk­ar kjara­samn­ing sem fel­ur í sér hækk­an­ir fyr­ir þá tekju­lægstu,“ seg­ir Gylfi.

„Það er okk­ar von að með þess­um sátt­mála og þeim aðgerðum sem þar eru kynnt­ar verði hægt að koma hreyf­ingu á hjól at­vinnu­lífs­ins með lækk­un vaxta og sam­komu­lagi um að greiða götu stór­fram­kvæmda og leggja grunn að sam­komu­lagi við líf­eyr­is­sjóðina um fjár­mögn­un auk­inna fram­kvæmda,“ seg­ir Gylfi Arn­björns­son.

Sam­komu­lag ASÍ og SA

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert