Óperan ekki lögð niður

Íslenska óperan.
Íslenska óperan. Mbl.is/Árni Sæberg

 Ekki stend­ur til að leggja Íslensku óper­una niður. Stofn­un­in verður að sætta sig við niður­skurð líkt og aðrar stofn­an­ir en ekki stend­ur til að gera á henni nein­ar breyt­ing­ar er skipu­lag varðar. Verið að at­huga hvort óper­an fari í Tón­list­ar­húsið.

„Það stend­ur ekki til að leggja niður Íslensku óper­una og sam­eina hana Þjóðleik­hús­inu,“ seg­ir Sig­trygg­ur Magna­son, aðstoðarmaður mennta­málaráðherra. Hann seg­ir að eng­ar til­lög­ur um slíkt séu í niður­skurðar­til­lög­um mennta­málaráðuneyt­is­ins til fjár­málaráðuneyt­is.

Það standi held­ur ekki til að sam­eina aðrar stofn­an­ir eða leggja niður.

Hann seg­ir að óper­an verði að sætta sig við niður­skurð, rétt eins og aðrar stofn­an­ir, en ekki sé ætl­un­in að gera á henni nein­ar breyt­ing­ar er skipu­lag varðar. Þá sé verið að skoða flutn­ing henn­ar í Tón­list­ar­húsið.

Frétt þess efn­is að stjórn­völd hefðu í hyggju að leggja niður Íslensku óper­una og sam­eina hana Þjóðleik­hús­inu  birt­ist hjá vef­rit­inu Press­unni í morg­un.

Í gildi er fjög­urra ára samn­ing­ur milli Íslensku óper­unn­ar og rík­is­ins sem gild­ir út þetta ár. Sam­kvæmt hon­um eru ár­leg fjár­fram­lög til óper­unn­ar 175 milj­ón­ir króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert