Óperan undir Þjóðleikhúsið?

Úr uppfærslu Íslensku óperunnar á Cavalleria Rusticana.
Úr uppfærslu Íslensku óperunnar á Cavalleria Rusticana. Friðrik Tryggvason

Stjórnvöld íhuga nú að leggja niður Íslensku óperuna og sameina hana Þjóðleikhúsinu, skv. frétt vefritsins Pressunnar í morgun. Þar segir að jafnframt séu uppi hugmyndir um að sameina fjölmörg opinber söfn og hætta að styrkja önnur. Þetta er meðal viðamikilla niðurskurðarhugmynda hjá hinu opinbera, segir Pressan.

Samkvæmt heimildum Pressunnar íhuga stjórnvöld nú alvarlega að leggja niður Íslensku óperuna í núverandi mynd og leggja hana undir Þjóðleikhúsið. Þjóðleikhúsið myndi þannig á ný taka yfir klassísku tónlistina. Í gildi er fjögurra ára samningur milli Íslensku óperunnar og ríkisins sem gildir út þetta ár. Samkvæmt honum eru árleg fjárframlög til óperunnar 175 miljónir króna.

Pressan segir einnig að ríkisstjórnin íhugi að sameina nokkurn fjölda safna og jafnframt skera niður fjárframlög. Ennfremur að hætta hreinlega að styrkja önnur söfn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert