Siðlaus bótaskerðing

Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Öryrkjabandalags Íslands.

Öryrkja­banda­lag Íslands seg­ir siðlaust að skerða bæt­ur al­manna­trygg­inga með ein­ung­is nokk­urra daga fyr­ir­vara, en skerðing­in á að taka gildi þann 1. júlí, sam­kvæmt frum­varpi um ráðastaf­an­ir í rík­is­fjár­mál­um. ÖBÍ mót­mæl­ir harðlega fyr­ir­huguðum skerðing­um og seg­ir þær um­tals­verðar og hlut­falls­lega meiri en leggja eigi á meg­inþorra al­menn­ings í land­inu.

Öryrkja­banda­lag Íslands sendi í gær­kvöld frá sér um­sögn um frum­varp til laga um ráðstaf­an­ir í rík­is­fjár­mál­um. ÖBÍ leggst gegn þeim breyt­ing­um sem fyr­ir­hugað er að gera á al­manna­trygg­inga­kerf­inu og gagn­rýn­ir að ein­ung­is séu gefn­ir þrír dag­ar til að skila inn at­huga­semd­um við svo al­var­leg­ar breyt­ing­ar á al­manna­trygg­inga­kerf­inu.

ÖBÍ mót­mæl­ir því að ráðist sé á al­manna­trygg­inga­kerfið með þeim hætti sem fram kem­ur í frum­varp­inu og seg­ir að breyt­ing­arn­ar muni skerða bæt­ur til elli- og ör­orku­líf­eyr­isþega.  Þá muni breyt­ing­arn­ar í mörg­um til­vik­um leiða til þess að fólk missi ákveðin rétt­indi sem það hef­ur í dag.

ÖBÍ seg­ir boðaðar skerðing­ar valda von­brigðum, sér­stak­lega þegar haft sé í huga að rík­is­stjórn­in hef­ur lýst yfir því að hún muni verja kjör þeirra sem verst eru sett­ir.

ÖBÍ bend­ir í um­sögn sinni til Alþing­is á það siðleysi sem felst í því að skerða bæt­ur al­manna­trygg­inga með ein­ung­is nokk­urra daga fyr­ir­vara, sér í lagi þegar haft sé í huga að þeir sem treysta á greiðslur úr al­manna­trygg­inga­kerf­inu er að jafnaði fólk með lág­ar tekj­ur.

Þá bend­ir ÖBí á að út­gjöld ör­orku­líf­eyr­isþega vegna lyfja-og lækn­is­kostnaðar séu hærri en hjá meg­inþorra al­menn­ings og þessi kostnaður hafi hækkað á und­an­förn­um mánuðum. Því sé mjög al­var­legt að leggja til enn frek­ari skerðing­ar hjá þess­um hópi.

ÖBÍ hvet­ur alþing­is­menn til að standa vörð um vel­ferð fólks og spyr hvar hug­mynda­fræðin um vel­ferðar­kerfi að hætti norður­landa sé. ÖBÍ krefst þess að alþingi dragi til baka fyr­ir­hugaðar skerðing­ar á al­manna­trygg­inga­kerf­inu og leiti annarra leiða til að ná fram sparnaði í rík­is­fjár­mál­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert