Til hamingju með sáttmálann

Skrifað var undir sáttmálann í Þjóðmenningarhúsinu.
Skrifað var undir sáttmálann í Þjóðmenningarhúsinu. mbl.is/Eggert

Jóhanna Sigurðardóttir óskaði þjóðinni til hamingju með stöðugleikasáttmálans en athöfn um undirritun hans fer nú fram í Þjóðmenningarhúsinu.

„Þetta er afar mikilvægur áfangi  og veigamikil forsenda fyrir endurreisnarstarfinu á næstu misserum.“

Jóhanna þakkaði öllum sem hefðu komið að málum.

Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagðist binda miklar vonar við sáttmálann. Gildi hans yrði þó fyrst og fremst metið eftir á. 

„Allt þetta starf hér miðar að því að auka verðmætasköpunina á nýjan leik og stuðla þannig að aukinni atvinnu,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vilhjálmur ítrekaði áherslu sína á þau lykilatriði að geta afnumið gjaldeyrishöft og lækkaði vexti.

„Við reynum nú að taka saman höndum til að þær hörmungarspár sem legið hafa fyrir þurfi ekki að rætast. Það er hið raunverulega verkefni sem þarf að vinna.“ 

Sáttmálinn í heild

Samkomulag ASÍ og SA 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert