Til hamingju með sáttmálann

Skrifað var undir sáttmálann í Þjóðmenningarhúsinu.
Skrifað var undir sáttmálann í Þjóðmenningarhúsinu. mbl.is/Eggert

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir óskaði þjóðinni til ham­ingju með stöðug­leika­sátt­mál­ans en at­höfn um und­ir­rit­un hans fer nú fram í Þjóðmenn­ing­ar­hús­inu.

„Þetta er afar mik­il­væg­ur áfangi  og veiga­mik­il for­senda fyr­ir end­ur­reisn­ar­starf­inu á næstu miss­er­um.“

Jó­hanna þakkaði öll­um sem hefðu komið að mál­um.

Ei­rík­ur Jóns­son, formaður Kenn­ara­sam­bands Íslands, sagðist binda mikl­ar von­ar við sátt­mál­ann. Gildi hans yrði þó fyrst og fremst metið eft­ir á. 

„Allt þetta starf hér miðar að því að auka verðmæta­sköp­un­ina á nýj­an leik og stuðla þannig að auk­inni at­vinnu,“ sagði Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Vil­hjálm­ur ít­rekaði áherslu sína á þau lyk­il­atriði að geta af­numið gjald­eyr­is­höft og lækkaði vexti.

„Við reyn­um nú að taka sam­an hönd­um til að þær hörm­ung­ar­spár sem legið hafa fyr­ir þurfi ekki að ræt­ast. Það er hið raun­veru­lega verk­efni sem þarf að vinna.“ 

Sátt­mál­inn í heild

Sam­komu­lag ASÍ og SA 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert