Viðmælendur Morgunblaðsins segja að innan Framsóknarflokksins séu skiptar skoðanir um hvort oddviti hans og eini bæjarfulltrúi, Ómar Stefánsson, hafi staðið sig sem skyldi í sínu embætti.
„Mér eins og mörgum finnst að þetta snúist ekki bara um Gunnar heldur slæma stjórnunarhætti,“ segir einn þeirra, Hjalti Björnsson, sem á sæti í fulltrúaráðinu. „Ómar er formaður bæjarráðs og ber sem slíkur ábyrgð, ekki síður en sitjandi bæjarstjóri. Hann getur ekki horft fram hjá því.“ Sem stjórnarmaður hafi hann m.a. þegið laun fyrir að halda sér upplýstum um málefni lífeyrissjóðsins. „Mér finnst hallærislegt að ætla að taka einn mann og hengja hann og úthrópa.“