Ber okkur í raun að borga?

Ber ís­lenska rík­inu laga­leg skylda til að greiða Ices­a­ve-skuld­ina um­töluðu? Þess­ari spurn­ingu hef­ur aldrei verið svarað með óyggj­andi hætti. Lög­fræðing­ar hafa fært að því rök að Íslend­ing­um sé ekki skylt að borga og aðrir sér­fræðing­ar hafa haldið hinu gagn­stæða fram.

Hin rétta laga­lega niðurstaða er enn á huldu og því hafa marg­ir haldið því fram að leggja eigi Ices­a­ve-málið fyr­ir hlut­lausa dóm­stóla. Hér er um að ræða skuld upp á mörg hundruð millj­arða og því öld­ung­is eðli­legt að menn krefj­ist full­vissu um hvort Íslend­ing­um beri að borga. Mögu­leik­arn­ir eru hins veg­ar afar tak­markaðir.

Þjóðarétt­ur og lands­rétt­ur

Í þjóðarétti gilda allt aðrar regl­ur en í lands­rétti. Eigi ein­hver lögv­arða fjár­kröfu á ein­stak­ling hér á landi eða lögaðila get­ur sá hinn sami ávallt leitað rétt­ar síns fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um.

Annað gild­ir í þjóðarétt­in­um. Í deilu milli tveggja þjóða gild­ir sú meg­in­regla að semja þarf um að leggja mál í hend­ur dóm­stóla. Í þorska­stríðunum við Breta neituðu Íslend­ing­ar til dæm­is að samþykkja að leggja málið fyr­ir gerðardóm og þar við sat. Banda­ríkja­menn hafa jafn­framt neitað að fall­ast á lög­sögu Alþjóðastríðsglæpa­dóm­stóls­ins í Haag og þannig mætti áfram telja.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert