Fjórar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar halda í dag upp á hálendið og verða sveitir þar næstu sex vikurnar eða til 9. ágúst ferðamönnum til aðstoðar og leiðbeininga.
Er þetta fjórða sumarið í röð, sem Landsbjörg verður með viðbúnað á hálendinu og verða björgunarsveitirnar með aðsetur í Öskju, Nýjadal, Landmannalaugum og á Hveravöllum.
Björgunarsveitirnar Strákar Siglufirði, Skagfirðingasveit og Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík ríða á vaðið og taka gæsluna fyrstu viku verkefnisins en a.m.k. fyrstu vikuna er Sprengisandsleið lokuð þar sem enn er mikil bleyta í veginum þar.
Á hverju ári verða mörg slys á hálendi Íslands sem m.a. má rekja til
vanþekkingar og vanbúnaðar þeirra sem um hálendið fara.