Gjalddagar útvarpsgjalds þrír

mbl.is/ÞÖK

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að einstaklingar greiði útvarpsgjald á þremur gjalddögum í stað eins eins og núgildandi lög um Ríkisútvarpið ohf. gera ráð fyrir. Lögaðilar greiða hins vegar útvarpsgjald 1. nóvember.

Tekið hefur verið upp útvarpsgjald, sem skattstjórar leggja á,  í stað afnotagjalds og með lögum sem tóku gildi um síðustu áramót var ákveðið að gjalddaginn yrði  einn. Í nýju frumvarpi menntamálaráðherra segir, að í ljósi breyttra efnahagsaðstæðna og í þágu greiðenda gjaldsins þyki rétt að endurskoða þessa tilhögun og skapa einstaklingum það hagræði að greiðsla gjaldsins dreifist á þrjá gjalddaga.

Þessi breyting felur í sér auknum innheimtukostnað með fleiri innheimtuseðlum sem þarf að senda út. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs gætu aukist um 9 milljónir króna með auknum fjölda útsendra innheimtuseðla. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert