Gjalddagar útvarpsgjalds þrír

mbl.is/ÞÖK

Katrín Jak­obs­dótt­ir, mennta­málaráðherra, hef­ur lagt fram frum­varp á Alþingi um að ein­stak­ling­ar greiði út­varps­gjald á þrem­ur gjald­dög­um í stað eins eins og nú­gild­andi lög um Rík­is­út­varpið ohf. gera ráð fyr­ir. Lögaðilar greiða hins veg­ar út­varps­gjald 1. nóv­em­ber.

Tekið hef­ur verið upp út­varps­gjald, sem skatt­stjór­ar leggja á,  í stað af­nota­gjalds og með lög­um sem tóku gildi um síðustu ára­mót var ákveðið að gjald­dag­inn yrði  einn. Í nýju frum­varpi mennta­málaráðherra seg­ir, að í ljósi breyttra efna­hagsaðstæðna og í þágu greiðenda gjalds­ins þyki rétt að end­ur­skoða þessa til­hög­un og skapa ein­stak­ling­um það hagræði að greiðsla gjalds­ins dreif­ist á þrjá gjald­daga.

Þessi breyt­ing fel­ur í sér aukn­um inn­heimtu­kostnað með fleiri inn­heimtu­seðlum sem þarf að senda út. Áætlað er að út­gjöld rík­is­sjóðs gætu auk­ist um 9 millj­ón­ir króna með aukn­um fjölda út­sendra inn­heimtu­seðla. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert