Jóhanna glansaði á prófinu

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það eru eng­ar ýkj­ur að segja að mikið hafi gengið á í sam­skipt­um aðila vinnu­markaðar­ins og rík­is­stjórn­ar­inn­ar í aðdrag­anda þess, að sam­komu­lag tókst seint í fyrra­kvöld um þann stöðug­leika­sátt­mála sem að hef­ur verið stefnt að gera, með þátt­töku sveit­ar­fé­lag­anna, und­an­farn­ar vik­ur.

En niðurstaða er feng­in og menn þakka það ekki síst þeirri ör­uggu for­ystu sem Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra sýndi í fyrra­kvöld, þegar allt var á suðupunkti. Viðmæl­end­ur virðast sam­mála um þetta mat á frammistöðu for­sæt­is­ráðherra.

Höfnuðu skatt­heimtu rík­is­ins

Við lá á mánu­dags­kvöld að for­ystu­menn Alþýðusam­bands­ins og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins þyrftu á áfalla­hjálp að halda, eft­ir að rík­is­stjórn­in hafði sýnt þeim á spil sín, með hvaða hætti stjórn­völd ætluðu að skipta vanda rík­is­sjóðs á milli skatt­heimtu og niður­skurðar rík­is­út­gjalda. Auk­in skatt­heimta átti að dekka um 55% vand­ans og niður­skurður um 45% út árið 2011.

Strax varð ljóst að SA og ASÍ gætu aldrei fellt sig við slíka út­færslu, en op­in­ber­ir starfs­menn töldu á hinn bóg­inn að þess­ar ákv­arðanir ættu að vera í hönd­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Ljóst var að þeir vildu hlut auk­inn­ar skatt­heimtu sem mest­an og niður­skurð op­in­berra út­gjalda sem minnst­an.

Eft­ir mik­il funda­höld á þriðju­dag og þriðju­dags­kvöld var ljóst að sam­komu­lag var hvergi nærri í höfn.

Sam­kvæmt mín­um upp­lýs­ing­um funduðu þeir Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri SA, og Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, ásamt helstu sam­starfs­mönn­um fram á nótt, aðfaranótt miðviku­dags og náðu sam­an um til­lög­ur í rík­is­fjár­mál­um út árið 2011. Þeir sneru við hlut­föll­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar og lögðu til að skatt­tekj­ur brúuðu 45% þarfar­inn­ar og niður­skurður stjórn­valda brúaði 55% á ár­un­um 2009, 2010 og 2011.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert