Jóhanna glansaði á prófinu

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það eru engar ýkjur að segja að mikið hafi gengið á í samskiptum aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar í aðdraganda þess, að samkomulag tókst seint í fyrrakvöld um þann stöðugleikasáttmála sem að hefur verið stefnt að gera, með þátttöku sveitarfélaganna, undanfarnar vikur.

En niðurstaða er fengin og menn þakka það ekki síst þeirri öruggu forystu sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sýndi í fyrrakvöld, þegar allt var á suðupunkti. Viðmælendur virðast sammála um þetta mat á frammistöðu forsætisráðherra.

Höfnuðu skattheimtu ríkisins

Við lá á mánudagskvöld að forystumenn Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins þyrftu á áfallahjálp að halda, eftir að ríkisstjórnin hafði sýnt þeim á spil sín, með hvaða hætti stjórnvöld ætluðu að skipta vanda ríkissjóðs á milli skattheimtu og niðurskurðar ríkisútgjalda. Aukin skattheimta átti að dekka um 55% vandans og niðurskurður um 45% út árið 2011.

Strax varð ljóst að SA og ASÍ gætu aldrei fellt sig við slíka útfærslu, en opinberir starfsmenn töldu á hinn bóginn að þessar ákvarðanir ættu að vera í höndum ríkisstjórnarinnar. Ljóst var að þeir vildu hlut aukinnar skattheimtu sem mestan og niðurskurð opinberra útgjalda sem minnstan.

Eftir mikil fundahöld á þriðjudag og þriðjudagskvöld var ljóst að samkomulag var hvergi nærri í höfn.

Samkvæmt mínum upplýsingum funduðu þeir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, ásamt helstu samstarfsmönnum fram á nótt, aðfaranótt miðvikudags og náðu saman um tillögur í ríkisfjármálum út árið 2011. Þeir sneru við hlutföllum ríkisstjórnarinnar og lögðu til að skatttekjur brúuðu 45% þarfarinnar og niðurskurður stjórnvalda brúaði 55% á árunum 2009, 2010 og 2011.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka