Már Guðmundsson seðlabankastjóri

Már Guðmundsson
Már Guðmundsson mbl.is/Kristinn

For­sæt­is­ráðherra hef­ur skipað Má Guðmunds­son í embætti Seðlabanka­stjóra til fimm ára frá og með 20. ág­úst 2009 og Arn­ór Sig­hvats­son í embætti aðstoðarseðlabanka­stjóra til fjög­urra ára frá og með 1. júlí 2009.

Már Guðmunds­son lauk BA prófi í hag­fræði frá há­skól­an­um í Essex auk þess sem hann stundaði nám í hag­fræði og stærðfræði við Gauta­borg­ar­há­skóla. Hann er með M-phil. gráðu í hag­fræði frá há­skól­an­um í Cambridge og stundaði þar doktors­nám. Már hef­ur frá ár­inu 2004 gegnt starfi aðstoðarfram­kvæmda­stjóra pen­inga­mála- og hag­fræðisviðs Alþjóðagreiðslu­bank­ans í Basel í Sviss. Hann starfaði áður í Seðlabanka Íslands í um tvo ára­tugi og þar af sem aðal­hag­fræðing­ur í rúm tíu ár. Már var efna­hags­ráðgjafi fjár­málaráðherra frá 1988- 1991. Már hef­ur ritað fjölda greina og rit­gerða um pen­inga- og geng­is­mál og skyld efni.

Arn­ór Sig­hvats­son lauk doktors­prófi í hag­fræði frá North Ill­in­o­is há­skóla og hafði áður lokið BA í sagn­fræði og heim­speki frá Há­skóla Íslands og MA prófi í hag­fræði frá North Ill­in­o­is há­skóla. Með námi starfaði Arn­ór við Hag­stofu Íslands og kenndi við North Ill­in­o­is há­skól­ann ásamt doktors­námi. Hann hóf störf í Seðlabanka Íslands árið 1990, var aðal­hag­fræðing­ur og fram­kvæmda­stjóri hag­fræðisviðs frá ár­inu 2004 og sett­ur aðstoðarseðlabanka­stjóri árið 2009. Arn­ór var aðstoðarmaður fram­kvæmda­stjóra Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, skrif­stofu Norður­landa, frá 1993 – 1995. Arn­ór er höf­und­ur margra greina um pen­inga­mál og geng­is­mál.

Sett­ur Seðlabanka­stjóri, Svein Har­ald Øygard, mun gegna því embætti uns Már Guðmunds­son tek­ur við embætt­inu þann 20. ág­úst næst­kom­andi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert