Margar tilnefningar til norrænu umhverfisverðlaunanna

Ferðafélag Íslands er tilnefnt til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs.
Ferðafélag Íslands er tilnefnt til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. mbl.is/RAX

Alls bárust 63 tilnefningar til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2009. Rúmlega helmingur tilnefninga kemur að þessu sinni frá Svíþjóð en átta tilnefningar bárust frá Íslandi. Verðlaunin verða veitt í október en þau nema 350 þúsund dönskum krónum.

Verðlaunin verða veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem á einstakan hátt hefur stuðlað að góðu fordæmi við að fá fólk til að stunda útivist og sem hefur aukið skilning á þýðingu náttúrunnar og fyrir andlegt og líkamlegt heilbrigði.

Flestar tilnefningar eða 35 koma að þessu sinni frá Svíþjóð. Tíu tilnefningar eru frá Finnlandi, átta frá Íslandi, sjö frá Danmörku, ein frá Noregi og ein frá Álandseyjum. Tvær tilnefningar eru í raun norrænar, norræna sendinefndin í evrópska tengslanetinu Cost Action E39 og norrænu skátasamtökin. Engar tilnefningar bárust frá Grænlandi og Færeyjum í ár.

Nokkrir þeirra sem tilnefndir eru halda áfram í aðra umferð. Dómnefnd ákveður hver hlýtur verðlaunin og tilkynnir það á fundi sem haldinn verður á Íslandi í byrjun október. Verðlaunin verða síðan afhent á Norðurlandaráðsþinginu í Stokkhólmi í lok október.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert