Segir að Ísland eigi að fella Icesave-samning

Jón Daníelsson.
Jón Daníelsson.

Jón Daní­els­son hag­fræðing­ur seg­ir að ís­lensk stjórn­völd hafi gert rétt í að semja um Ices­a­ve skuld­bind­ing­arn­ar, en Alþingi ætti hins­veg­ar að fella hann. Jón sagði í frétt­um Rík­is­út­varps­ins, að stjórn­völd of­meti af­leiðing­ar þess að krefjast þess að samið verði aft­ur.

Jón sagði aðstæður hafa breyst í Evr­ópu frá því í októ­ber og inn­stæðutrygg­inga­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins sé ekki leng­ur í húfi. Af­leiðing­arn­ar af því að Alþingi felli samn­ing­inn myndu ein­fald­lega vera þær að Íslend­ing­ar segðu við Evr­ópu: Við erum til­bú­in til að semja um þetta en þessi samn­ing­ur er ekki það sem við vilj­um.

Hann sagði að Ísland muni ekki ein­angr­ast að því leyti að fyr­ir­heit um lán frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum og ná­grannaþjóðum verði dreg­in til baka. Það versta við samn­ing­inn sé að  ekk­ert sam­hengi sé á milli vaxt­anna af eign­um Lands­bank­ans og þeirra vaxta sem ís­lenska ríkið þarf að greiða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert