Segir að Ísland eigi að fella Icesave-samning

Jón Daníelsson.
Jón Daníelsson.

Jón Daníelsson hagfræðingur segir að íslensk stjórnvöld hafi gert rétt í að semja um Icesave skuldbindingarnar, en Alþingi ætti hinsvegar að fella hann. Jón sagði í fréttum Ríkisútvarpsins, að stjórnvöld ofmeti afleiðingar þess að krefjast þess að samið verði aftur.

Jón sagði aðstæður hafa breyst í Evrópu frá því í október og innstæðutryggingakerfi Evrópusambandsins sé ekki lengur í húfi. Afleiðingarnar af því að Alþingi felli samninginn myndu einfaldlega vera þær að Íslendingar segðu við Evrópu: Við erum tilbúin til að semja um þetta en þessi samningur er ekki það sem við viljum.

Hann sagði að Ísland muni ekki einangrast að því leyti að fyrirheit um lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og nágrannaþjóðum verði dregin til baka. Það versta við samninginn sé að  ekkert samhengi sé á milli vaxtanna af eignum Landsbankans og þeirra vaxta sem íslenska ríkið þarf að greiða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert