Sveppir frá Euroshopper innkallaðir

Í varúðarskyni hafa Aðföng ákveðið að innkalla Euro Shopp­er niðursneidda sveppi í 184 gramma dós­um vegna hugs­an­legs fram­leiðslugalla. Var­an var í dreif­ingu í versl­un­um Bón­us, Hag­kaupa og 10-11.


Í til­kynn­ingu frá Aðföng­um kem­ur fram að eft­ir­far­andi upp­lýs­ing­ar auðkenni vör­una sem inn­köll­un­in ein­skorðast við:

Vöru­heiti: Euro Shopp­er Sliced Mus­hrooms (184g)
Best fyr­ir: 21.04.2011 (prentað á miða dós­ar)
Lot­u­núm­er: 3700/​01069 21.04.08 805 2
Strika­merki: 7 318690 029274


Neyt­end­ur sem kunna að eiga vör­una til eru beðnir um að hafa sam­band við fyr­ir­tækið í síma 530-5645 eða á net­fangið gaeda­stjori@adfong.is.


Euro Shopp­er sneidd­ir svepp­ir sem nú eru á markaðnum bera aðra best fyr­ir dag­setn­ingu og tengj­ast inn­köll­un­inni ekki á nokk­urn hátt, frek­ar en aðrar Euro Shopp­er mat­vör­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert