Uppsetning á glerhjúpi tónlistarhússins er hafin

Tónlistarhúsið við Austurhöfn eins og gert er ráð fyrir að …
Tónlistarhúsið við Austurhöfn eins og gert er ráð fyrir að það líti út. mbl.is

Byrjað er að setja upp glerhjúp Ólafs Elíassonar sem umlykja mun tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík. Um þrjátíu kínverskir verkamenn eru þegar komnir hingað til lands en von er á fleiri á næstu mánuðum.

Vinna við glerhjúpinn hófst reyndar fyrir nokkru eða öllu heldur vinna við undirstöður hans. Setja þurfti upp stálprófíla sem bera glerveggina. Þessi dægrin er hins vegar farið að glitta í fyrsta glerið.

Verkið tekur langan tíma og ekki er áætlað að því ljúki fyrr en seint á næsta ári. Efnið er því sent hingað til lands í smáum skömmtum, og verkamönnum smáfjölgar á meðan verkinu vindur fram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert