950 milljarðar að láni

Meirihluti efnahags- og skattanefnda Alþingis hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að ríkissjóður fái heimild að taka jafnvirði 290 milljarða króna lán til viðbótar þeim 660 milljörðum, sem gert er ráð fyrir í fjárlögum ársins. Einnig gerir frumvarp nefndarinnar ráð fyrir því að Landsvirkjun fái heimild til að taka 50 milljarða króna að láni. 

Alls er nú gert ráð fyrir að ríkissjóður þurfi að taka 950 milljarða króna að láni á þessu ári. Gert er ráð fyrir að taka þurfi 385 milljarða króna lán vegna endurfjármögnun nýju bankanna og 250 milljarða með útgáfu ríkisverðbréfa til að styrkja viðskipti á innlendum fjármálamarkaði. Þá er gert ráð fyrir að Norðurlöndin láni Íslandi jafnvirði 230.000 milljarða króna og Pólland og Rússland  85 milljarða.

Frumvarp meirihluta efnahags- og skattanefndar gerir ráð fyrir að Landsvirkjun fái heimild til að taka allt að 50 milljarða króna lán á árinu í viðbót við þá 20 milljarða króna, sem fjárlög gera ráð fyrir. Sé það í samræmi við yfirlýsingar fyrirtækisins um að 65–70 milljarða króna þurfi á yfirstandandi ári til að mæta endurfjármögnunarþörf fyrirtækisins og til að geta ráðist í nýjar virkjunarframkvæmdir.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert