Allt tortryggilegt

Gunnar I. Birgisson.
Gunnar I. Birgisson. mbl.is/Eggert

„Ég held að helsta skýr­ing­in sé sú að kom­in er upp allt önn­ur staða og viðhorf í sam­fé­lag­inu eft­ir efna­hags­hrunið. Í and­rými dags­ins í dag þykir allt tor­tryggi­legt,“ seg­ir Gunn­ar I. Birg­is­son, frá­far­andi bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Gunn­ari þykja póli­tísk­ir and­stæðing­ar sín­ir og fjöl­miðlar hafa farið offari í mál­inu. Hann seg­ir von­laust að verj­ast áhlaupi af þessu tagi.

„Þetta er eins kon­ar múgs­efj­un. Það er bara keyrt á mann án þess að maður fái rönd við reist. Þetta hef­ur verið mikið álag á fjöl­skyld­una, konu mína og ekki síst dótt­ur, sem kom­in er sjö mánuði á leið. Hún hef­ur tekið þetta mjög nærri sér. Fyr­ir­tæki henn­ar hef­ur beðið veru­leg­an hnekki af þessu máli og óvíst að hún geti starfað áfram í fag­inu.“

Hann ótt­ast ekki lög­reglu­rann­sókn­ina sem stjórn Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna Kópa­vogs­bæj­ar sæt­ir. „Við vor­um ekki að fremja neinn glæp. Hvað átt­um við að hafa út úr þessu, stjórn­ar­menn­irn­ir? Ekk­ert."

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert