Trillan Ella lífgar nú á ný upp á Brákarsund í Borgarnesi og er óspart notuð sem myndefni hjá ferðafólki. Þessi mynd var tekin þegar.
Ellan er forláta trilla af gömlu gerðinni. Það voru þeir Ásgeir Ásgeirsson og Halldór heitinn Brynjúlfsson sem að keyptu trilluna af Hildibrandi frá Bjarnarhöfn árið 1996. Þegar búið var að skvera hana af árið eftir og setja m.a. á hana nýtt stýrishús, fékkst leyfi til að setja hana niður við gamalt ból á Brákarsundið undir Brákarbrú. Þar var góð festa í heddi af gömlu Eldborginni sem gerð var út frá Borgarnesi á sínum tíma.
Undanfarin tvö ár hefur fólki fundist eitthvað vanta á sundið enda hefur Ellan ekki verið sett niður frá því árið 2006 þar til núna og setur hún nú aftur skemmtilegan svip á sundið.
Trillan var upphaflega frá Stykkishólmi og var nefnd eftir það merkilegri og ákveðinni konu, að ekki þótti ráðlegt af breyta nafninu á henni þótt hún færðist á milli bæjarfélaga enda hefur fleyið reynst vel til frístundaveiða á „borgfiski” út undir Þormóðsskeri og Grænhólma á liðnum árum.
Morgunblaðið/Theodór.