Þyrla Landhelgisgæslunnar er lögð af stað, með sérfræðinga Landsbjargar í fjallabjörgun, í átt að vestanverðum Langjökli þar sem maður féll ofan í sprungu í kvöld. Takmarkaðar upplýsingar eru um málið en maðurinn var í hópi vélsleðamanna. Ekki er vitað um ástand hans.
Að sögn Sæunnar Óskar Kjartansdóttur hjá Landsbjörgu eru björgunarsveitirnar Ok og Brák á leið upp jökulinn. Hún hafði hvorki upplýsingar um hversu margir voru í ferðinni né hversu stór sprungan væri.