Fjárhagsáætlunin var endurskoðuð

Óskar Bergsson.
Óskar Bergsson. mbl.is/Billi

„Á meðan Dagur B. Eggertsson var upptekinn við annað fór Reykjavíkurborg í endurskoðun á fjárhagsáætlun sinni. Góðu fréttirnar eru að við erum á áætlun í öllum megin8 atriðum og ekkert bendir til þess að það muni breytast," segir Óskar Bergsson, formaður borgarráðs.

Að sögn Dags er 4-5 milljarða króna gat í fjárhagsáætlun borgarinnar til 2010.

„Dagur kýs að taka þjóðhagsspána og yfirfæra hana á Reykjavíkurborg og leggja allt út á versta veg. Við erum búin að endurskoða fjárhagsáætlun okkar miðað við ástandið og það bendir ekkert til annars en að hún standi." 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert