Handtekinn fyrir illa meðferð á hundi

Reykjanesbær.
Reykjanesbær. www.mats.is

Lög­regl­an á Suður­nesj­um hand­tók í dag karl­mann, sem réðist á lög­reglu­menn eft­ir að þeir fjar­lægðu hund, sem sætt hafði illri meðferð hjá mann­in­um.

Lög­reglu­menn fóru í morg­un inn í bíl­skúr í Reykja­nes­bæ til að fjar­lægja hund­inn. Eig­and­inn hafði farið í tjaldúti­legu deg­in­um áður og skilið hund­inn eft­ir.

Við lög­reglu­mönn­un­um blöstu öm­ur­leg­ar aðstæður.  Ekk­ert fóður eða vatn var hjá hund­in­um og hland og saur á gólf­inu. Feng­ust þær upp­lýs­ing­ar að hund­ur­inn væri alltaf hafður í bíl­skúrn­um og hon­um væri lítið sem ekk­ert sinnt.  Hund­ur­inn var tek­inn í vörslu lög­regl­unn­ar og mun embætti héraðsdýra­lækn­is og Um­hverf­is­stofn­un fá málið til skoðunar.   

Eig­andi hunds­ins kom svo heim síðdeg­is í dag og hafði sam­band við lög­reglu þar sem hann var veru­lega ósátt­ur við að hund­ur­inn skyldi vera  fjar­lægður. Lög­regl­an seg­ir, að reynt hafi verið að út­skýra málið fyr­ir mann­in­um en hann brást ill­ur við og réðist á lög­reglu­mann.  Þurfti því að hand­taka mann­inn og meidd­ust tveir lög­reglu­menn í átök­um við hann og þurftu að leita lækn­isaðstoðar.

Maður­inn gist­ir nú í fanga­geymslu og bíður yf­ir­heyrslu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert