Hátíð í Viðey

Blómaskrúð í Viðey.
Blómaskrúð í Viðey.

Hin árlega Viðeyjarhátið verður haldin á morgun, sunnudag og ætti fjölskyldufólk sem aðrir að geta fundið sér þar ýmislegt til skemmtunar. Meðal þess sem verður í boði er flugdrekagerð við Viðeyjarnaust, víðavangsleikir, skipulagðar gönguferðir og margt fleira.

 

 

Dagskrá Viðeyjarhátíðar:

11:30 Viðeyjarstofa opnar - freistandi tilboð allan daginn
13:00-18:00 Smíðavöllur fyrir yngri kynslóðina á leiksvæðinu
14:00-15:00 Messa í Viðeyjarkirkju - sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari
14:00-15:00 Víðavangsleikir með skátafélaginu Landnemum
15:00-18:00 Flugdrekagerð við Viðeyjarnaust

15:00 Lagt upp í göngu frá Viðeyjarstofu að Stöðinni með Örlygi Hálfdanarsyni
15:00-17:00 Kaffiveitingar í Vatnstanknum, félagsheimili Viðeyingafélagsins
15:30-16:00 Patrekur og Pálína skemmta börnunum
16:00-16:30 Matarsögur á kaffipallivið Viðeyjarstofu
16:30 Félagar úr Hamrahlíðarkórnum syngja við Viðeyjarstofu
16:00 Skúlaskeið ræst frá Viðeyjarstofu, allir fá gullpening
17:00-19:00 Lazertag á lazertagvelliá leiksvæðinu
18:00-20:00 Kvöldverðartilboð í Viðeyjarstofu
20:00-22:00 Kósýkvöld í Viðeyjarstofu
20:00-22:00 ,,Rekstrarsjón" í skólanum. Varsjárbandalagið leikur fyrir dansi.
20:30 Jónsmessubrenna

 

Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá verkefnastjóra Viðeyjar Guðlaugu Elísabetu, sími 693 1440 eða senda fyrirspurn á gulla@reykjavik.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert