Hátíð í Viðey

Blómaskrúð í Viðey.
Blómaskrúð í Viðey.

Hin ár­lega Viðeyj­ar­há­tið verður hald­in á morg­un, sunnu­dag og ætti fjöl­skyldu­fólk sem aðrir að geta fundið sér þar ým­is­legt til skemmt­un­ar. Meðal þess sem verður í boði er flugdreka­gerð við Viðeyj­arnaust, víðavangs­leik­ir, skipu­lagðar göngu­ferðir og margt fleira.

 

 

Dag­skrá Viðeyj­ar­hátíðar:

11:30 Viðeyj­ar­stofa opn­ar - freist­andi til­boð all­an dag­inn
13:00-18:00 Smíðavöll­ur fyr­ir yngri kyn­slóðina á leik­svæðinu
14:00-15:00 Messa í Viðeyj­ar­kirkju - sr. Anna Sig­ríður Páls­dótt­ir þjón­ar fyr­ir alt­ari
14:00-15:00 Víðavangs­leik­ir með skáta­fé­lag­inu Land­nem­um
15:00-18:00 Flugdreka­gerð við Viðeyj­arnaust

15:00 Lagt upp í göngu frá Viðeyj­ar­stofu að Stöðinni með Örlygi Hálf­dan­ar­syni
15:00-17:00 Kaffi­veit­ing­ar í Vatnstankn­um, fé­lags­heim­ili Viðey­inga­fé­lags­ins
15:30-16:00 Pat­rek­ur og Pálína skemmta börn­un­um
16:00-16:30 Mat­ar­sög­ur á kaffipallivið Viðeyj­ar­stofu
16:30 Fé­lag­ar úr Hamra­hlíðarkórn­um syngja við Viðeyj­ar­stofu
16:00 Skúla­skeið ræst frá Viðeyj­ar­stofu, all­ir fá gull­pen­ing
17:00-19:00 Lazertag á lazerta­g­velliá leik­svæðinu
18:00-20:00 Kvöld­verðar­til­boð í Viðeyj­ar­stofu
20:00-22:00 Kó­sý­kvöld í Viðeyj­ar­stofu
20:00-22:00 ,,Rekstr­ar­sjón" í skól­an­um. Var­sjár­banda­lagið leik­ur fyr­ir dansi.
20:30 Jóns­messu­brenna

 

All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar má nálg­ast hjá verk­efna­stjóra Viðeyj­ar Guðlaugu Elísa­betu, sími 693 1440 eða senda fyr­ir­spurn á gulla@reykja­vik.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert