Hitastigið komst í tæpar 23 gráður

Hitinn mældist 22,9 gráður síðdegis í gær í Bjarnarey í Vopnafirði. Er þetta í fyrsta sinn á þessu ári, að hitinn skríður yfir 20 gráðurnar. Í Húsafelli í Borgarfirði og á Þingvöllum mældist hitinn hæst 19,7 gráður.

Veðurspáin fyrir helgina er mjög góð. Veðurstofan spáir því að í dag verði skýjað með köflum en víða verði þokuloft með austurströndinni. Hiti verður 10 til 22 gráður, hlýjast inn til landsins. Næstu daga verður fremur hægur vindur, úrkomulítið og víða bjart. Hlýtt verður áfram, einkum til landsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert