Hiti fór í 21,6° á Jökuldal

Dýr á Jökuldal.
Dýr á Jökuldal.

Mesti hiti þessa árs mældist í dag á Brú á Jökuldal, 21,6 gráður. Veður hefur víða verið gott í dag, t.a.m. mældist hiti á Mývatnsöræfum 21,2 gráður og á Reykjum í Fnjóskadal 20,7 gráður. 

Samkvæmt upplýsingum af vefsvæði Veðurstofu Íslands er spáð hægviðri eða hafgolu og víða bjartviðri, en þokuloft úti við ströndina næsta sólarhringinn. Reiknað er með að það þykkni upp á morgun og að rigna fari sunnantil á landinu, en úrkomulítið verði annars staðar. Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum.







mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert