Nokkur fjöldi á Austurvelli

Áætlað er að um 300 manns séu á Austurvelli.
Áætlað er að um 300 manns séu á Austurvelli. Morgunblaðið/Ómar

Áætlað er að um 300 manns séu saman kominn á Austurvelli til að mótmæla Icesave-samningunum. Mótmælin eru skipulögð af samtökunum Röddum fólksins. Í tilkynningu segir að auk þess sé sinnuleysi stjórnvalda í málefnum heimila og fyrirtækja mótmælt og farið fram á að réttað verði tafarlaust yfir hvítflibbaglæpamönnum.

Ræðumenn eru þau Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur, Guðmundur Magnússon, varaformaður Öryrkjabandalagsins, Ólafía Ragnarsdóttir, hæstvirtur formaður Aðgerðahóps háttvirtra öryrkja, Þórður B. Sigurðsson, formaður Hagsmunasamtaka Heimilanna. Fundarstjóri er sem fyrr Hörður Torfason.

Mótmælendur láta vel í sér heyra.
Mótmælendur láta vel í sér heyra. Morgunblaðið/Ómar
Gunnar Sigurðsson, Hörður Torfason og Helgi Áss Grétarsson.
Gunnar Sigurðsson, Hörður Torfason og Helgi Áss Grétarsson. Morgunblaðið/Ómar
Mótmælendur eru sumir hverjir vopnaðir flautum og gong-um.
Mótmælendur eru sumir hverjir vopnaðir flautum og gong-um. Morgunblaðið/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka