„Og þá erum við í vanda“

Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri var kvaddur með virktum af samstarfsmönnum …
Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri var kvaddur með virktum af samstarfsmönnum í gær og hér sést hann með nokkrum þeirra. Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins birtist ýtarlegt viðtal við Gunnar. mbl.is/Eggert

Stjórn­ar­menn Líf­eyr­is­sjóðs Kópa­vogs (LSK) voru upp­lýst­ir um sam­skipti við Fjár­mála­eft­ir­litið á stjórn­ar­fund­um og vissu að bók­haldið stæðist ekki skoðun.

Það kem­ur meðal ann­ars fram í tölvu­póst­sam­skipt­um sem Sigrún Braga­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri LSK, átti við stjórn­ina þegar FME var send grein­ar­gerð 15. janú­ar. Þar skrif­ar hún: „Ég hitti Hjalta end­ur­skoðanda hér niðri áðan og sagði hon­um frá þessu. Hann er hrædd­ur um að þeir birt­ist og heimti að skoða bók­haldið á þessu ári og þá erum við í vanda.“

Það kem­ur fram í grein­ar­gerðinni til FME að lands­lag hvað varðar fjár­fest­ing­ar­mögu­leika líf­eyr­is­sjóða breytt­ist mjög eft­ir banka­hrunið í byrj­un októ­ber. „Stjórn sjóðsins taldi því eina ör­ugga og ásætt­an­lega fjár­fest­inga­kost­inn vera þann að lána Kópa­vogs­bæ fjár­muni til skamms tíma í senn á meðan lausa­fjárþurrðin gengi yfir.“

Á þess­um tíma var heild­ar­skuld Kópa­vogs­bæj­ar 580 millj­ón­ir króna en sam­kvæmt árs­skýrslu sjóðsins 2008 var hrein eign hans rúm­ir 2,4 millj­arðar króna. Sam­kvæmt lög­um mega lán til sama aðila ekki fara yfir 10% af heild­ar­eign­um sjóðsins.

Öll stjórn LSK hef­ur verið kærð til efna­hags­brota­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra.

  • Stjórn LSK hafði frum­kvæði að því að óska eft­ir fundi með FME í nóv­em­ber 2008 · FME gerði at­huga­semd­ir við að lán til Kópa­vogs næmu yfir 10% af heild­ar­eign­um LSK · Stjórn­in taldi sig hafa frest til úr­bóta til 31. júlí
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert