Settu Íslandsmet í Esjugöngu

Einnig er hlaupið svonefnt Esjuhlaup í dag. Sex manns tóku …
Einnig er hlaupið svonefnt Esjuhlaup í dag. Sex manns tóku þátt. mbl.is/Ómar

Göngugarparnir Þorsteinn Jakobsson og Sveinn Halldór Helgason settu í dag Íslandsmet í Esjugöngu þegar þeir gengu sjö sinnum á fjallið á einum degi. Hófu þeir göngu fyrir klukkan tvö í nótt en sögðust þó ekki finna mikið fyrir þreytu, frekar gleði að hafa klárað gönguna og geta stutt með gott málefni.

Garparnir gengu á Esjuna til styrktar Ljósinu, sem er endurhæfingar og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Spurður hvers vegna þeir hafi ekki haldið áfram, enda á góðum tíma sagði Þorsteinn: „Ég fer bara aftur ef einhver bætir þetta met.“

Um fjórtan klukkustundir tók að ganga á fjallið sjö sinnum.

Esjudagurinn er í dag og áætla forsvarsmenn Ferðafélags Íslands að um 1200 manns séu á gangi á fjallinu þessa stundina.

Fjöldi fólks gengur á Esjuna í dag.
Fjöldi fólks gengur á Esjuna í dag. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert