Skipaviðgerðir færast heim

Skip í slipp.
Skip í slipp. mbl.is/Rax

Atvinnuleysi hrjáir ekki þá sem starfa við skipaviðgerðir. Verkefni sem fóru úr landi á góðæristímanum eru núna unnin hér heima.

„Við tókum ekki þátt í fjaðrafokinu undanfarin ár og því er kreppan ekki að þjaka okkur. Undanfarið höfum við auglýst talsvert eftir fólki og ráðið nánast alla umsækjendur en okkur vantar fleira fólk," segir Hilmar Kristinsson, verkstjóri hjá Stálsmiðjunni. 

Hann segir tækifærin í skipasmíðum og -viðgerðum mikil en hins vegar vanti fjármagn. „Undanfarin ár virtust allir missa áhuga á iðnaði hér innanlands og öll framleiðsla datt niður. Flestir virtust halda að peningar yrðu bara til úr pappír. Skip voru smíðuð í útlöndum og send utan til viðgerða. Við hreinlega misstum af lestinni." 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert