Stendur við fyrri orð

Flosi Eiríksson
Flosi Eiríksson Eyþór Árnason

 „Ég stend við það sem ég hef sagt í minni fyrri yf­ir­lýs­ingu og það hafa ekki komið fram nein­ar nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu,“ seg­ir Flosi Ei­ríks­son bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Kópa­vogi og stjórn­ar­maður í LSK, um frétt Morg­un­blaðisns í morg­un um sam­skipti LSK við Fjár­mála­eft­ir­litið.

Morg­un­blaðið seg­ir frá því í dag að stjórn­ar­mönn­um LSK hafi verið kunn­ugt um hverj­ar lán­veit­ing­ar sjóðsins voru til Kópa­vogs­bæj­ar enda hafi verið og að með þeim væri farið út fyr­ir laga­heim­ild­ir. Jafn­framt voru þeir upp­lýst­ir um sam­skipti við Fjár­mála­eft­ir­litið nán­ast á hverj­um fundi frá því ákveðið var að boða til fund­ar með FME á stjórn­ar­fundi 14. nóv­em­ber í fyrra.

Flosi gagn­rýndi í yf­ir­lýs­ingu frá 2.1 júní að gögn hefðu verið „mat­reidd" sér­stak­lega fyr­ir stjórn sjóðsins en aðrar upp­lýs­ing­ar síðan verið kynnt­ar í lög­bundn­um skýrsl­um til FME. Ómar Stef­áns­son, einnig stjórn­ar­maður og bæj­ar­full­trúi fyr­ir Fram­sókn­ar­flokks­ins, tók und­ir þá gagn­rýni. Í gagn­rýni þeirra tveggja sagði meðal ann­ars: „Af­borg­an­ir og út­borg­an­ir á lán­um til bæj­ar­ins virðast hafa verið tíma­sett­ar sér­stak­lega til að villa um fyr­ir eða blekkja FME án vitn­eskju al­mennra stjórn­ar­manna". Ómar hef­ur ekki getað tjáð sig um málið að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert