Borgarafundur um Icesave

Frá borgarafundi í Háskólabíói í vetur.
Frá borgarafundi í Háskólabíói í vetur.

Op­inn borg­ar­a­fund­ur verður hald­inn í Iðnó klukk­an 20 annað kvöld und­ir yf­ir­skrift­inni:  IceS­a­ve - Get­um við borgað? Að fund­in­um standa sömu aðilar og stóðu fyr­ir borg­ar­a­fund­um í vet­ur.

Frum­mæl­end­ur verða Helgi Áss Grét­ars­son lög­fræðing­ur, Ein­ar Már Guðmunds­son rit­höf­und­ur og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra. Að auki verða fé­lag­ar í InD­efence hópn­um, Eygló Harðardótt­ir þingmaður og El­vira Méndez, doktor í Evr­ópu­rétti, á pall­borði.

Að vanda hef­ur öll­um þing­mönn­um verið sér­stak­lega boðið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert