Borgarafundur um Icesave

Frá borgarafundi í Háskólabíói í vetur.
Frá borgarafundi í Háskólabíói í vetur.

Opinn borgarafundur verður haldinn í Iðnó klukkan 20 annað kvöld undir yfirskriftinni:  IceSave - Getum við borgað? Að fundinum standa sömu aðilar og stóðu fyrir borgarafundum í vetur.

Frummælendur verða Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Að auki verða félagar í InDefence hópnum, Eygló Harðardóttir þingmaður og Elvira Méndez, doktor í Evrópurétti, á pallborði.

Að vanda hefur öllum þingmönnum verið sérstaklega boðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka