Hvetur til algers hvalveiðibanns

Hvalur 9 á leið í land með tvær langreyðar.
Hvalur 9 á leið í land með tvær langreyðar. mbl.is/RAX

Banda­ríska blaðið New York Times hvet­ur í leiðara til þess, að þær þjóðir heims, sem eru and­víg­ar hval­veiðum, beiti sér fyr­ir því að sett verði al­gert hval­veiðibann. Gagn­rýn­ir blaðið Alþjóðahval­veiðiráðið fyr­ir að opna fyr­ir þann mögu­leika að tak­markaðar hval­veiðar í at­vinnu­skyni verði leyfðar.

„Það virðist sem að aðal­mark­mið Alþjóðahval­veiðiráðsins, sem kom sam­an í síðustu viku á portú­gölsku eyj­unni Madeira, sé að tryggja að það geti starfað áfram og með því 40 ára gam­alt göt­ótt „bann" við at­vinnu­veiðum, sem í raun er ekk­ert bann," seg­ir blaðið og bend­ir á að Norðmenn og Íslend­ing­ar stundi at­vinnu­hval­veiðar óhindrað.

„En málið snýst ekki um að skri­fræði lifi af held­ur um að hval­ir lifi af en að þeim steðja marg­ar nýj­ar hætt­ur... Þau aðild­ar­ríki ráðsins, sem ekki stunda hval­veiðar, þar á meðal Banda­rík­in, ættu að beita sér fyr­ir al­geru hval­veiðibanni," seg­ir New York Times síðan.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka