Hvetur til algers hvalveiðibanns

Hvalur 9 á leið í land með tvær langreyðar.
Hvalur 9 á leið í land með tvær langreyðar. mbl.is/RAX

Bandaríska blaðið New York Times hvetur í leiðara til þess, að þær þjóðir heims, sem eru andvígar hvalveiðum, beiti sér fyrir því að sett verði algert hvalveiðibann. Gagnrýnir blaðið Alþjóðahvalveiðiráðið fyrir að opna fyrir þann möguleika að takmarkaðar hvalveiðar í atvinnuskyni verði leyfðar.

„Það virðist sem að aðalmarkmið Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem kom saman í síðustu viku á portúgölsku eyjunni Madeira, sé að tryggja að það geti starfað áfram og með því 40 ára gamalt götótt „bann" við atvinnuveiðum, sem í raun er ekkert bann," segir blaðið og bendir á að Norðmenn og Íslendingar stundi atvinnuhvalveiðar óhindrað.

„En málið snýst ekki um að skrifræði lifi af heldur um að hvalir lifi af en að þeim steðja margar nýjar hættur... Þau aðildarríki ráðsins, sem ekki stunda hvalveiðar, þar á meðal Bandaríkin, ættu að beita sér fyrir algeru hvalveiðibanni," segir New York Times síðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka