Þjóðarbúið ekki á hliðina vegna Icesave

Franek Rozwadowski og Mark Flanagan frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Franek Rozwadowski og Mark Flanagan frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. mbl.is/Eggert

Fra­nek Rosvadov­sky, fasta­full­trúi Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins hér á landi, sagði í frétt­um Rík­is­út­varps­ins, að samn­ing­ar Íslend­inga, Breta og Hol­lend­inga um Ices­a­ve-skuld­bind­ing­arn­ar muni ekki setja ís­lenska þjóðarbúið á hliðina.

Hann sagðist þó ekki geta full­yrt þetta séu bestu fá­an­legu samn­ing­arn­ir sem fá­ist.

Rosvadov­sky sagði, að frá­gang­ur samn­ings­ins um Ices­a­ve skuld­bind­ing­arn­ar sé ekki skil­yrði fyr­ir því að hægt sé að ljúka fyrstu end­ur­skoðun áætl­un­ar Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins og Íslands. Hann viti ekki hvaða áhrif það hefði á sam­starfið við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn samþykki alþingi ekki samn­ing­inn enda sé óvíst hvernig ná­grannaþjóðir, sem hygg­ist lána Íslandi, muni bregðast við. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert