Viðeyjarhátíðin í dag

Frá Viðeyjarhátíð 2008 Eva María Þórarinsdóttir
Frá Viðeyjarhátíð 2008 Eva María Þórarinsdóttir mbl.is

Í dag fer hin árlega Viðeyjareyjarhátíðin fram og stendur fram á kvöld. Er hún eins og nafnið bendir til haldin í Viðey og stendur hún fram á kvöld. Mikið er um að vera í eynni og verður meðal annars farið í víðavangsleiki, búa til flugdreka, farið í lazertag. Þá er hægt að smíða á til þess ætluðum velli og hlusta á Hamrahlíðarkórinn syngja.

Í bréfi frá aðstandendum hátíðarinnar segir:

„Sunnudaginn 28.júní verður Viðeyjarhátíðin haldin með miklum glæsibrag.
Þessi árlega gleðihátíð hefur fest sig í sessi sem frábær skemmtun og samverustund fyrir alla fjölskylduna.
Allir finna eitthvert gaman við sitt hæfi og geta notið þess að rölta um Viðey, þessa perlu okkar Reykvíkinga á Sundunum. Margs konar tilboð verða á veitingum og þjónustu allan daginn og Viðeyingafélagið tekur á móti gestum í félagsheimili sínu í vatnstankinum í Stöðinni, gamla þorpinu í Austureynni. Í lok dags verður stiginn dans í skólanum við undirleik Varsjárbandalagsins og kveiktur verður Jónsmessuvarðeldur.“


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert