Bongóblíða á Egilsstöðum

Veðrið hefur leikið við hvern sinn fingur á Egilsstöðum.
Veðrið hefur leikið við hvern sinn fingur á Egilsstöðum. Mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Veðrið leik­ur sann­ar­lega við íbúa Aust­fjarða þessa dag­ana og er nú 23 stiga hiti á Eg­ils­stöðum og sjálf­virk veður­stöð á flug­vell­in­um mældi 26,3 stiga hita. Mik­ill mann­fjöldi hef­ur sótt sund­laug­arn­ar. Spáð er áfram­hald­andi blíðu út vik­una. 

„Hér við sund­laug­ina ligg­ur hver kropp­ur­inn við hliðina á öðrum, það minn­ir á sellát­ur að líta hér yfir, “seg­ir Haf­steinn Ólason, hjá Íþróttamiðstöð Eg­ilsstaða. Hann sagði lög­gilt­an hita­mæli sýna 23,6 stig og að gol­an sem væri aðeins far­in að gera vart við sig væri hrein­lega bless­un. „Eins og venju­lega þegar veðrið er svona hef­ur sund­laug­in verið vin­sæl, það er búið að vera um þúsund manns í sundi á dag í þrjá daga núna," seg­ir hann. „Loks­ins er sum­arið al­menni­lega komið.“

Bongóblíða hef­ur verið á Eg­ils­stöðum í nokkra daga og iðar all­ur bær­inn af lífi. Haf­steinn seg­ir að síðustu helgi hafi fólk getað sótt djass­hátíð, farið á dansi­ball og horft á tor­færu­keppni svo fátt eitt væri nefnt. Lamba­steik væri að finna á öðru hvoru grilli og ilm­ur­inn svifi yfir öllu.

Haf­steinn sagði að Atla­vík­in væri sneysa­full af fólki og sjálf­ur væri hann þar með felli­hýsi þessa dag­ana. „Hit­inn var ennþá 15 stig þar klukk­an eitt í nótt,“ seg­ir hann. Lífið væri ósköp ljúft á Eg­ils­stöðum um þess­ar mund­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert