Djarfur hrekkjalómur á Djúpavogi

Bíllinn, snyrtilega innpakkaður.
Bíllinn, snyrtilega innpakkaður. Djúpivogur.is

Fréttavefurinn Djúpivogur.is greinir frá því að þann 22. júní hafi orðið undarlegur atburður í bænum. Þannig var að þegar íbúi nokkur í Borgarlandi ætlaði að setjast inn í bílinn sinn að morgni til sá hann sér til mikillar undrunar að það var búið að pakka bílnum  inn í filmuumbúðir. 

Eftir harðvítuga baráttu við plastið með skærum og hnífabrögðum komst eigandinn inn í bílinn, þá orðin allt of seinn til vinnu.  

Nú spyrja íbúar í Borgarlandinu sig hvaða hrekkjalómur hefur verið á ferð með plastfilmu þessa og sömuleiðis spyrja menn sig hvort hann muni láta til skarar skríða aftur.  

Nú hefur hrekkjalómurinn gerst svo djarfur að setja myndband af atburðinum inn á Youtube. Hér má sjá myndbandið á vef Djúpavogs.

Óskar vefurinn jafnframt eftir ábendingum um það hver hrekkjalómurinn dularfulli geti verið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert