Formlegar viðræður um kjör á opinberum markaði

Stöðugleikasáttm´lainn var undirritaður í Þjóðmenningarhúsinuá fimmtudag. Að sáttmálanum standa Alþýðusamband …
Stöðugleikasáttm´lainn var undirritaður í Þjóðmenningarhúsinuá fimmtudag. Að sáttmálanum standa Alþýðusamband Íslands, Bandalag háskólamanna, BSRB, Kennarasamband Íslands, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, Samtök atvinnulífsins, ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Formlegir samningafundir stéttarfélaga opinberra starfsmanna og ríkis og sveitarfélaga hefjast í karphúsinu í fyrramálið. Viðræðurnar munu fyrst og fremst snúast um bætur til handa þeim lægst launuðu að sögn formanns BSRB, ekki sé við því að búast að kjarabætur náist fram fyrir alla hópa.

Eftir að stöðugleikasáttmáli ríkisstjórnar, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins hafði verið undirritaður á fimmtudag, hittu fulltrúar BSRB, BHM og Eflingar fulltrúa samninganefndar ríkisins, launanefndar sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar. Þar var gengið frá viðræðuáætlun vegna kjaraviðræðna á opinberum vinnumarkaði.

Dagurinn í dag verður notaður í útreikninga og undirbúning en eiginlegar kjaraviðræður hefjast í fyrramálið.

Viðræðurnar taka mið af stöðugleikasáttmálanum en í þeim kafla sáttmálans sem fjallar um kjarasamninga segir að samningsaðilar á opinberum vinnumarkaði muni eins fljótt og auðið er, ganga frá kjarasamningum. Forsendur stéttarfélaga á opinberum vinnumarkaði fyrir gerð kjarasamninga eru að ekki verði gripið til lagasetninga eða annarra stjórnvaldsaðgerða sem hafa bein áhrif á innihald kjarasamninga eða kollvarpa með öðrum hætti þeim grunni sem kjarasamningar byggja á. Þetta hindrar þó ekki að sett verði lög sem kalla á breytingar á kjarasamningum enda sé um slíkt samið milli aðila kjarasamnings í framhaldinu.

Formaður BSRB sagði í samtali við mbl.is að samningsaðilar ætluðu sér vikutíma til að ljúka gerð nýrra kjarasamninga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert