Íslensk erfðagreining hefur í samvinnu við vísindamenn hér á landi, í Danmörku og Hollandi, fundið gen sem tengt er hættu á nýrnasteinum. Um 60% fólks hefur þetta gen og er hætta á nýrnasteinum um 65% meiri hjá þeim en þeim sem lausir eru við genið. Talið er að genið valdi um fjórðungi allra tilfella. Rannsóknirnar bentu einnig til að genið valdi beinþynningu hjá konum, sér í lagi í mjöðmum og hryggjarsúlu.
Er þetta efni tilkynningar frá Íslenskri erfðagreiningar sem barst í dag.
Rannsóknin tók til 50,000 manns og hefur verið birt í vefriti Nature Genetics. Mun hún einnig birtast í næsta tölublaði prentaðrar útgáfu tímaritsins.
„Þetta er spennandi niðurstaða vegna þess að hún afhjúpar mjög trúlega algengan líffræðiþátt sem veldur tveimur sjúkdómum.“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir uppgötvunina mögulega geta opnað nýjar leiðir í þróun og gerð lyfja.