Getum staðið við Icesave

Gylfi Magnússon ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar.
Gylfi Magnússon ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar. mbl.is/Golli

Gylfi Magnús­son, viðskiptaráðherra, sagði á Alþingi að full­yrðing­ar um að Íslend­ing­ar geti ekki staðið við Ices­a­ve-skuld­bind­ing­arn­ar, væru hrein­lega rang­ar.  

Gylfi sagði að út­flutn­ings­tekj­ur Íslend­inga á hverju ári hefðu verið ríf­lega 5 millj­arðar evra á ári og vaxið um 8% að meðaltali á ári und­an­far­in 15 ár.

Ekk­ert benti til ann­ars en þess­ar tekj­ur dugi vel til að standa í skil­um um það sem um­fram stend­ur í Ices­a­ve-skuld­bind­ing­un­um þegar búið væri að selja eign­ir Lands­bank­ans og vext­ina að auki.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, vísaði í fyr­ir­spurn­ar­tíma til þess að Gylfi hefði kynnt Ísland sem hið nýja En­ron og talað um að Ísland verði Kúba norðurs­ins ef Alþingi samþykk­ir ekki Ices­a­ve-samn­ing­ana. 

Spurði Sig­mund­ur Davíð hvernig ráðherr­ann leyfði sér að viðhafa slík­an hræðslu­áróður, sem væri ekki sæm­andi rík­is­stjórn.

Gylfi sagði, að margt í aðdrag­anda ís­lenska banka­hruns­ins ætti sér sam­eig­in­lega fleti með því sem gerðist í aðdrag­anda hruns banda­ríska fyr­ir­tæk­is­ins En­ron. Það væri ein­fald­lega hrein­skilni gagn­vart um­heim­in­um að viður­kenna þetta.

Sam­lík­ing­in um Kúbu væri af sama meiði. Ef Íslend­ing­ar stæðu ekki við  við það sem þeir hefðu lofað myndu eng­ir vilja eiga í viðskipt­um við þjóðina frek­ar en aðra óreiðumenn. „Það er ein­fald­lega þannig, að það vill eng­inn lána landi, sem ger­ir ekki upp sín­ar skuld­ir, það vill eng­inn eiga í viðskipt­um við það, það er ein­fald­lega ekki viðræðuhæft," sagði Gylfi. 

Hann sagði að það lægi fyr­ir, fyr­ir­greiðsla Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins og það fé sem henni fylgdi væri háð því, að Íslend­ing­ar standi í skil­um, þar á meðal með Ices­a­ve. Aðstoðin frá Norður­lönd­un­um væri einnig háð því að Íslend­ing­ar væru ekki óreiðufólk held­ur fólk sem stend­ur við gef­in heit.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert