Grillað í miðbænum

Hjólbörugrill Vinnuskólans á Lækjartorgi. Ívar Örn lengst til vinstri. Guðlaug …
Hjólbörugrill Vinnuskólans á Lækjartorgi. Ívar Örn lengst til vinstri. Guðlaug lengst til hægri í efstu röð Reykjavik.is

Gestum og gangandi var boðið að grilla á Lækjatorgi í dag. Vinnuskóli Reykjavíkur stendur fyrir grilluninni. Hjólbörugrillinu er ætlað að vekja athygli á lífinu í miðborginni.

Landnemahópur Vinnuskóla Reykjavíkur rúllaði hjólbörum inn á Lækjartorg í hádeginu í dag og bauð gestum og gangandi að grilla í þeim. „Við viljum laða fjölskyldufólk í bæinn með því að virkja græn svæði og torg í borginni,“ segir Guðlaug Hrefna Jónasdóttir landnemi. Frá þessu er sagt í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Hjólbörugrillið var liður í því að vekja athygli á lífinu í miðborginni. „Við hvetjum þá sem vinna í miðbænum og eru í námunda við okkur að nýta hitabylgjuna í júlí og fara í pikknikk niðrí bæ,“ segir Ívar Örn Sverrisson leiðbeinandi landnemahóps Vinnuskólans og bendir á  að fólk geti til dæmis keypt sér nestispakka í Hljómskálanum og legið á teppi í Hljómskálagarðinum.

Landnemarnir hafa opnað útitaflið aftur og verður jafnframt hægt að taka skák á virkum sumardögum. Útitaflmót er ráðgert miðvikudaginn 1. júlí milli 12-15 og eru þeir sem vilja taka þátt í því hvattir til að senda upplýsingar um það á netfangið: landnamsmadur@reykjavik.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka