Grillað í miðbænum

Hjólbörugrill Vinnuskólans á Lækjartorgi. Ívar Örn lengst til vinstri. Guðlaug …
Hjólbörugrill Vinnuskólans á Lækjartorgi. Ívar Örn lengst til vinstri. Guðlaug lengst til hægri í efstu röð Reykjavik.is

Gest­um og gang­andi var boðið að grilla á Lækj­a­torgi í dag. Vinnu­skóli Reykja­vík­ur stend­ur fyr­ir grill­un­inni. Hjól­bör­ugrill­inu er ætlað að vekja at­hygli á líf­inu í miðborg­inni.

Land­nem­a­hóp­ur Vinnu­skóla Reykja­vík­ur rúllaði hjól­bör­um inn á Lækj­ar­torg í há­deg­inu í dag og bauð gest­um og gang­andi að grilla í þeim. „Við vilj­um laða fjöl­skyldu­fólk í bæ­inn með því að virkja græn svæði og torg í borg­inni,“ seg­ir Guðlaug Hrefna Jón­as­dótt­ir land­nemi. Frá þessu er sagt í frétta­til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Hjól­bör­ugrillið var liður í því að vekja at­hygli á líf­inu í miðborg­inni. „Við hvetj­um þá sem vinna í miðbæn­um og eru í námunda við okk­ur að nýta hita­bylgj­una í júlí og fara í pikknikk niðrí bæ,“ seg­ir Ívar Örn Sverris­son leiðbein­andi land­nem­a­hóps Vinnu­skól­ans og bend­ir á  að fólk geti til dæm­is keypt sér nest­ispakka í Hljóm­skál­an­um og legið á teppi í Hljóm­skálag­arðinum.

Land­nem­arn­ir hafa opnað útitaflið aft­ur og verður jafn­framt hægt að taka skák á virk­um sum­ar­dög­um. Útitafl­mót er ráðgert miðviku­dag­inn 1. júlí milli 12-15 og eru þeir sem vilja taka þátt í því hvatt­ir til að senda upp­lýs­ing­ar um það á net­fangið: landnams­madur@reykja­vik.is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert