Icesave-ábyrgð úr ríkisstjórn

00:00
00:00

Frum­varpi um rík­is­ábyrgðir vegna Ices­a­ve verður dreift á Alþingi í dag en rík­is­stjórn­in samþykkti á sér­stök­um auka­fundi í morg­un að það færi til meðferðar í þing­inu.  Þing­flokk­ar stjórn­ar­flokk­anna ræða það eft­ir há­degið en í kjöl­farið verður því dreift.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son seg­ir fjöl­mörg gögn eiga eft­ir að koma fram sem styðji þær full­yrðing­ar að önn­ur leið hafi ekki verið fær. Í Frétta­blaðinu í morg­un er greint frá yf­ir­lýs­ingu sem Davíð Odds­son og Árni Mat­hiesen und­ir­rituðu um að Ísland ábyrgðist inn­stæður­trygg­ing­ar.

Stein­grím­ur seg­ir áformað að þetta þing af­greiði málið og því sé óljóst hvenær þingi lýk­ur. Þetta taki þó að minnsta kosti tvær vik­ur. Hann seg­ist bjart­sýnn á að málið verði af­greitt, Hann nálg­ist málið af æðru­leysi. Örlög­in hafi falið hon­um að reyna að greiða úr þess­ari skelfi­legu stöðu og það hafi hann reynt að gera eft­ir bestu sam­visku.

Ögmund­ur Jónas­son, heil­brigðisráðherra, sem lýst hef­ur mikl­um efa­semd­um um Icesace-samn­ing­ana, seg­ir að nú haldi menn ró sinni og ræði mál­in í þing­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka