Ísland verði þátttakandi í loftslagskerfi ESB

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra með Paula Lehtomaki, umhverfisráðherra Finnlands og Andreas …
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra með Paula Lehtomaki, umhverfisráðherra Finnlands og Andreas Carlgren, umhverfisráðherra Svíþjóðar. Umhverfisráðuneytið

Ísland verði þátt­tak­andi að heild­ar­fyr­ir­komu­lagi ESB um los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Þátt­taka Íslands myndi ein­falda mjög fram­kvæmd lofts­lags­mála hér á landi og auðvelda fyr­ir­tækj­um og stjórn­völd­um alla vinnu á þessu sviði. 

Um­hverf­is­ráðherr­ar Norður­land­anna komu sam­an til fund­ar í Lúx­em­borg til að und­ir­búa um­hverf­is­ráðherra­fund Evr­ópu­sam­bands­ins. Stærsta mál þess fund­ar að þessu sinni var lofts­lags­mál og staða samn­ingaviðræðna í aðdrag­anda lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna í Kaup­manna­höfn í des­em­ber. Lögð var áhersla á for­ystu ESB í viðræðunum og það mun koma í hlut Svíþjóðar að leiða viðræðurn­ar af hálfu ESB.

Ísland verði hluti af heild­ar­fyr­ir­komu­lagi ESB

Í frétta­til­kynn­ingu frá Um­hverf­is­ráðuneyt­inu kem­ur fram að Svandís Svavars­dótt­ir hafi átt sér­stak­an fund með Andreas Carlgren, um­hverf­is­ráðherra Svíþjóðar, þar sem rætt var um fyr­ir­liggj­andi beiðni rík­is­stjórn­ar Íslands um form­leg­ar viðræður við ESB um að Ísland verði þátt­tak­andi í heild­ar­fyr­ir­komu­lagi ESB um los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Ísland er þegar aðili að viðskipta­kerfi ESB (ETS) og frá og með 1. janú­ar 2013 mun nærri helm­ing­ur los­un­ar Íslands falla und­ir það (t.d. alþjóðaflug og stóriðja).

Önnur los­un en sú sem fell­ur und­ir viðskipta­kerfið mun falla und­ir al­menn los­un­ar­á­kvæði ESB (Effort Shar­ing), þ.á.m. sam­göng­ur, sjáv­ar­út­veg­ur, bygg­ing­ariðnaðar, þjón­usta, smærri iðnfyr­ir­tæki, land­búnaður og úr­gang­ur. Þátt­taka Íslands í heild­ar­fyr­ir­komu­lagi ESB mun, ef á hana verður fall­ist, ein­falda mjög fram­kvæmd lofts­lags­mála hér á landi og auðvelda fyr­ir­tækj­um og stjórn­völd­um alla vinnu á þessu sviði.      

Það fell­ur í hlut Svíþjóðar sem for­mennsku­lands ESB á síðara miss­eri árs­ins 2009 að taka málið til form­legr­ar af­greiðslu. Sænski um­hverf­is­ráðherr­ann tók mála­leit­an­inni vel og sagðist mundi gera allt sem í hans valdi stæði til að greiða fyr­ir sam­komu­lagi milli ESB og Íslands.

Á fundi nor­rænu um­hverf­is­ráðherr­anna var m.a. fjallað um fram­kvæmda­áætl­un ESB um líf­fræðileg­an fjöl­breyti­leika (EU Bi­odi­versity Acti­on Plan), dreif­ingu erfðabreyttra líf­vera og hert­ar regl­ur um meng­un frá iðnaði.

Líf­fræðileg fjöl­breytni 

Mark­mið ESB á sviði líf­fræðilegr­ar fjöl­breytni er að koma í veg fyr­ir að fram­andi teg­und­ir skjóti rót­um í Evr­ópu og að stöðva hnign­un líf­fræðilegs fjöl­breyti­leika árið 2010. Nú ligg­ur fyr­ir áfanga­út­tekt um stöðu líf­fræðilegr­ar fjöl­breytni og horf­ur eru á að síðar­nefnda mark­miðið ná­ist ekki þó að starf ESB á þessu sviði hafi skilað marg­vís­leg­um já­kvæðum ár­angri.

Líf­fræðileg­ur fjöl­breyti­leiki er ekki hluti af EES samn­ingn­um en málið varðar Ísland eigi að síður miklu þar sem Ísland er aðili að samn­ingn­um um líf­fræðileg­an fjöl­breyti­leika sem und­ir­ritaður var á Ríó-ráðstefn­unni árið 1992 og staðfest­ur af hálfu Íslands árið 1995.

Rækt­un og dreif­ing erfðabreyttra líf­vera           

Mál er varða erfðabreytta rækt­un líf­vera og dreif­ingu þeirra út í nátt­úr­una hafa verið of­ar­lega á baugi á vett­vangi ESB und­an­farið. Nokk­ur ESB lönd hafa lagt á það áherslu að hvert og eitt sam­bands­land­anna eigi að geta ákveðið hvert fyr­ir sig hvort slík rækt­un fari fram inn­an sinna landa­mæra. Meiri­hluti virðist vera fyr­ir því inn­an ráðherr­aráðsins að beina því til fram­kvæmda­stjórn­ar ESB að hvert land fái að ákveða slíkt á eig­in for­send­um. Ísland hef­ur tekið upp regl­ur ESB varðandi rækt­un og dreif­ingu erfðabreyttra líf­vera.

Auk um­hverf­is­ráðherra, Svandís­ar Svavars­dótt­ur, sóttu fund­inn af Íslands hálfu Magnús Jó­hann­es­son, ráðuneyt­is­stjóri í um­hverf­is­ráðuneyt­inu og Ingimar Sig­urðsson, full­trúi um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins í sendi­ráðinu í Brus­sel.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert