Hlutfall kvenna 16 - 25 prósent í stjórnendastöðum stofnana hjá þremur ráðuneytum. Hæsta hlutfallið er hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti
25% konur hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, hefur svarað erindi Þórunnar Sveinbjarnardóttur um kynjahlutfall í stöðum forstjóra/forstöðumanna opinberra stofnana sem heyra undir ráðuneytið. Fýsti Þórunni sömuleiðis að vita hve lengi fólk hefði gegnt embætti.
Upplýsti ráðherrann um að tvær konur gegndu nú þessum stöðum og væru þær yfir Verðlagsstofu skiptaverðs og Matís ohf. Var sú fyrri skipuð 2008 og hin síðari 2007.
Karlmenn eru yfir öðrum stofnunum: Fiskistofu, Hafrannsóknunarstofnun, Hagþjónustu landbúnaðarins, Matvælastofnun,Veiðimálastofnun og Skrifstofu rannsóknastofnana atvinnuveganna.
Starfsreynsla þeirra er frá 1 og upp í 31 ár og voru allir nema einn skipaðir fyrir árið 1998.
17% konur hjá iðnaðarráðuneyti
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, svaraði því til að hlutfall kvenna væri 17% og karla 83% hvað þessar stöður varðaði.
Kona gegnir stöðu Ferðamálastofu frá árinu 2008. Karlar eru fyrir öðrum stofnunum sem heyra undir ráðuneytið: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Orkustofnun, Byggðastofnun, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og ISOR.
Iðnaðarráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur um hlutfall karla og kvenna í
stöðu forstjóra/forstöðumanna opinberra stofnana sem heyra undir ráðuneytið.
16% stjórnenda hjá fjármálaráðuneyti konur
Sextán prósent stjórnenda hjá hjá stofnunum fjármálaráðuneytis eru konur, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar. Þetta gerir því þrjár konur þar sem stofnanirnar eru nítján.
Skattrannsóknarstjóri er kona, og var hún skipuð 2007, sömuleiðis skattstjóri á Skattstofu Norðurlands vestra, skipuð 2007 og að lokum er skattstjóri á Skattstofu Vestfjarða kona og var hún skipuð árið 2008.
Karlar eru yfir eftirfarandi stofnunum: ÁTVR, Fasteignaskrá Íslands, Fasteignir ríkissjóðs, Fjársýslu, Framkvæmdasýslu ríkisins, Ríkiskaup, Ríkisskattstjóri, Tollstjóra, Yfirskattanefnd og öðrum skattstofum landsins.